Flöskuskeyti frá 1946 fannst undir gólffjölum

Haraldur H. Isaksen með bréfið og flöskuna sem það var …
Haraldur H. Isaksen með bréfið og flöskuna sem það var í. mynd/bb.is

Flöskuskeyti fannst undir gólffjölum í gamla gagnfræðaskólanum á Ísafirði í dag. Var þar á ferð orðsending frá smiðunum Ágústi Guðmundssyni og Felix Tryggvasyni, sem unnu að gólfinu árið 1946 en bréfið er dagsett 2. febrúar það ár. „Vissulega kom þetta á óvart.

Það er óvenjulegt að finna flöskuskeyti svona langt inni í landi. Greinilega var það með vilja gert að skeytið myndi bíða eftir næstu framkvæmdum en það var sett ofan í gólfið í brennivínsflösku með tálguðum tappa, þær urðu svo núna 63 árum seinna“, segir Hávarður Bernharðsson húsasmiður sem fann skeytið.

Hann segir að oft hafi menn sett peninga í hurðargafla og annað slíkt við framkvæmdir en aldrei áður hafi hann heyrt um flöskuskeyti.

Hávarður hyggst búa til sýningarkassa úr gólffjölunum svo hægt sé að hafa flöskuskeytið til sýnis í skólanum um ókomna tíð.

Orðsendingin hljóðar eitthvað á þessa leið:

Góðir samlandar og frændur.

Við sem unnum að þessu gólfi færum ykkur kærar kveðjur. Okkur er ráðgáta hvenær þessar kveðjur berast ykkur.

Við biðjum að heilsa.

Ágúst Guðmundsson
yfirsmiður

Felix Tryggvason
trésmiður.

 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert