Gunnar fer í leyfi

Gunnar hyggst fara í leyfi.
Gunnar hyggst fara í leyfi.

Gunn­ar I. Birg­is­son sendi frá sér til­kynn­ingu þar sem kem­ur fram að hann muni fara í tíma­bundið leyfi sem bæj­ar­stjóri og bæj­ar­full­trúi í Kópa­vogi meðan á rann­sókn efna­hags­brota­deild­ar rík­is­lög­reglu­stjóra stend­ur á mál­efn­um Líf­eyr­is­sjóðs starfs­manna Kópa­vogs.

Gunn­ar sagði í kvöld­frétt­um Stöðvar 2 að ekki kæmi til greina að segja af sér sem bæj­ar­full­trúi. „Nei, ég tel mig ekki hafa framið neinn glæp og við í stjórn­inni vor­um ein­ung­is að hugsa um hags­muni sjóðsins," sagði Gunn­ar.

Fyr­ir lá fyr­ir helgi, að Gunn­ar myndi hætta sem bæj­ar­stjóri vegna viðskipta Frjálsr­ar miðlun­ar, fé­lags dótt­ur hans, við Kópa­vogs­bæ. Gert var ráð fyr­ir að það yrði ákveðið á fundi full­trúaráðs Sjálf­stæðis­flokks­ins í Kópa­vogi á morg­un hver tek­ur við af Gunn­ari. 

Í frétt­um Rík­is­út­varps­ins í kvöld sagði Gest­ur Val­g­arðsson, formaður Fram­sókn­ar­fé­lags Kópa­vogs í Kópa­vogi, að fram­sókn­ar­menn stæðu frammi fyr­ir tveim­ur kost­um. Ann­ar sé að mynda nýj­an meiri­hluta með Sam­fylk­ing­unni og VG og hinn að halda sam­starfi með sjálf­stæðismönn­um áfram, án Gunn­ars Birg­is­son­ar, sem viki þá strax bæði sem bæj­ar­full­trúi og sem stjórn­ar­maður í líf­eyr­is­sjóðnum.

Yf­ir­lýs­ing Gunn­ars

„Ég und­ir­ritaður vík sæti sem bæj­ar­stjóri í Kópa­vogi og bæj­ar­full­trúi í bæj­ar­stjórn Kópa­vogs á meðan lög­reglu­rann­sókn fer fram á mál­efn­um Líf­eyr­is­sjóðs starfs­manna Kópa­vogs­bæj­ar. Slík rann­sókn ein og sér vek­ur tor­tryggni sem ger­ir mér ókleift að sinna störf­um mín­um eins og mál­um er að öðru leyti háttað.
 
Ég treysti því að rann­sókn­inni verði flýtt sem kost­ur er enda ligg­ur málið ljóst fyr­ir í gögn­um líf­eyr­is­sjóðsins en fjár­málaráðuneytið hef­ur sam­kvæmt til­lögu Fjár­mála­eft­ir­lits­ins skipað hon­um um­sjón­araðila.
 
Ég vísa að öðru leyti í yf­ir­lýs­ingu kjör­inna stjórn­ar­manna líf­eyr­is­sjóðsins frá 19. júní sl. og árétta að stjórn­in var sam­stíga í því efni að vernda hags­muni sjóðfé­laga og var reglu­lega upp­lýst um all­ar aðgerðir hans.
 
Gunn­ar I. Birg­is­son"
 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert