Rætt við matsfyrirtækin

Fjármálaráðuneytið
Fjármálaráðuneytið

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, segir við fréttavef breska blaðsins Telegraph í dag, að viðræður standi yfir alþjóðleg matsfyrirtæki um endurmat, sem nú stendur yfir á lánshæfiseinkunn íslenska ríkisins. 

„Við höfum augljóslega áhyggjur og fólk í fjármálaráðuneytinu og Seðlabankanum hafa átt fundi með matsfyrirtækjunum, ekki aðeins Fitch, og rætt þessa hluti," hefur Telegraph eftir Steingrími.

„Það er verið að grípa til ráðstafana til að fylgjast með þeim málum, sem hafa áhrif á endanlega niðurstöðu. 

Bæði matsfyrirtækin  Fitch og Standard & Poor's gefa íslenska ríkinu einkunnina BBB, einu stigi fyrir ofan einkunn sem flokkar skuldabréf sem „ruslbréf". Moody's gefur einkunnina Baa1, þremur stigum yfir „ruslbréfaeinkunn."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert