Sakar Gunnar um blekkingar

Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi og stjórnarformaður Lífeyrissjóðs Kópavogs.
Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi og stjórnarformaður Lífeyrissjóðs Kópavogs. Þorvaldur Örn Kristmundsson

Flosi Ei­ríks­son, stjórn­ar­maður í Líf­eyr­is­sjóði Kópa­vogs, sak­ar Gunn­ar I. Birg­is­son, stjórn­ar­formann sjóðsins, um að hafa reynt að villa um fyr­ir eða blekkt Fjár­mála­eft­ir­litið án vitn­eskju annarra stjórn­ar­manna í líf­eyr­is­sjóðnum.

Flosi sendi ásamt öðrum stjórn­ar­mönn­um í Líf­eyr­is­sjóði Kópa­vogs frá sér yf­ir­lýs­ingu á föstu­dag­inn þar sem aðgerðir stjórn­ar sjóðsins eru varðar. Þar seg­ir: "Í efna­hagsum­rót­inu á umliðnum vetri tók stjórn LSK yf­ir­vegaða og upp­lýsta ákvörðun um, að besta leiðin til að verja hags­muni sjóðfé­laga væri að ávaxta laust fé sjóðsins til skamms tíma hjá Kópa­vogs­bæ, þótt það væri ekki í fullu sam­ræmi við heim­ild­ir, enda ber Kópa­vogs­bær fulla ábyrgð á öll­um skuld­bind­ing­um sjóðsins um­fram eign­ir."

Und­ir þessa yf­ir­lýs­ingu skrifa meðal annarra Gunn­ar I Birg­is­son og Flosi Ei­ríks­son sem báðir sitja í stjórn Líf­eyr­is­sjóðs Kópa­vogs.

Í yf­ir­lýs­ing frá Flosa Ei­ríks­syni í morg­un seg­ir hann að fyrri yf­ir­lýs­ing hans hafi byggst á upp­lýs­ing­um sem við nán­ari skoðun hafi ekki reynst rétt­ar.

Í yf­ir­lýs­ingu Flosa frá því í morg­un seg­ir: "Í ljósi frétta af sam­skipt­um Fjár­mála­eft­ir­lits­ins (FME) og Líf­eyr­is­sjóðs starfs­manna Kópa­vogs­bæj­ar (LSK) vil ég koma eft­ir­far­andi á fram­færi:

Í vet­ur sem leið stóð stjórn sjóðsins frammi fyr­ir ákvörðun um hvernig ávaxta skyldi um­tals­verðar upp­hæðir sem sjóður­inn átti í hand­bæru fé. Við þáver­andi aðstæður á fjár­mála­markaði taldi stjórn­in ekki hyggi­legt að ávaxta féð hjá viðskipta­bönk­un­um og taldi önn­ur verðbréf á markaði held­ur ekki nægi­lega trygga fjár­fest­ingu.

Í ljósi þessa ákvað stjórn­in að veita Kópa­vogs­bæ skamm­tíma­lán gegn hárri ávöxt­un, en gerði sér um leið grein fyr­ir að með því væri farið yfir það há­mark sem lána má til ein­stakra aðila. Gerðar voru ráðstaf­an­ir til að upp­lýsa FME um þessa aðgerð um leið og til henn­ar var gripið, svo að viðeig­andi eft­ir­lits­stofn­un væri kunn­ugt um málið.

FME gerði at­huga­semd­ir við þetta fyr­ir­komu­lag og í kjöl­farið var stjórn­ar­for­manni og fram­kvæmda­stjóra sjóðsins falið að leita lausna í mál­inu í sam­ráði við FME.

Á stjórn­ar­fundi LSK 18. maí sl. voru lögð fram af­rit af bréf­um milli FME ann­ars veg­ar og stjórn­ar­for­manns og fram­kvæmda­stjóra LSK hins veg­ar. Þar kom m.a. fram að LSK hefði frest til 29. maí til að gera úr­bæt­ur á fjár­fest­ing­um sjóðsins, en að öðrum kosti myndi Fjár­mála­eft­ir­litið leggja á sjóðinn dag­sekt­ir.

Á sama fundi lagði fram­kvæmda­stjóri fram und­ir­bún­ings­minn­ispunkta um fund sem halda átti dag­inn eft­ir. Í þeim seg­ir m.a. um skamm­tíma­lán til Kópa­vogs­bæj­ar: „Fund­ur með FME hér á morg­un 19. maí. 3 full­trú­ar FME, und­ir­rituð, stjórn­ar­formaður og fjár­mála­stjóri full­trú­ar sjóðsins. Erum búin að leysa þetta mál.“

Eft­ir þetta hef­ur ekki verið hald­inn fund­ur í stjórn sjóðsins og stjórn­inni ekki gerð grein fyr­ir því með nein­um hætti að niðurstaða fund­ar­ins hafi verið önn­ur en ætlað var. Á stjórn­ar­fund­um kom einnig margít­rekað fram af hálfu stjórn­ar­for­manns að verið væri að vinna að úr­lausn mála í góðu sam­starfi við FME og að full­trú­ar sjóðsins kapp­kostuðu að leggja öll spil á borðið.

Við nán­ari skoðun mína á marg­vís­leg­um gögn­um, sem ég hef und­ir hönd­um sem stjórn­ar­maður og hef einnig aflað mér sér­stak­lega, lít­ur út fyr­ir að gögn hafi verið mat­reidd sér­stak­lega fyr­ir stjórn sjóðsins en aðrar upp­lýs­ing­ar hafi síðan verið kynnt­ar í lög­bundn­um skýrsl­um til FME. Af­borg­an­ir og út­borg­an­ir á lán­um til bæj­ar­ins virðast hafa verið tíma­sett­ar sér­stak­lega til að villa um fyr­ir eða blekkja FME, án vitn­eskju al­mennra stjórn­ar­manna.

Í þessu efni er nauðsyn­legt að hafa í huga að í krafti stöðu sinn­ar sem stjórn­ar­formaður tek­ur bæj­ar­stjóri Kópa­vogs þátt í dag­leg­um ákvörðunum um rekst­ur sjóðsins og er að sjálf­sögðu kunn­ugt um all­ar lán­veit­ing­ar til bæj­ar­ins og af­borg­an­ir af þeim.

Það er erfitt fyr­ir stjórn­ar­menn að sinna skyld­um sín­um þegar svona er staðið að mál­um. Yf­ir­lýs­ing­ar mín­ar um málið hafa verið byggðar á þeim gögn­um sem kynnt hafa verið og af­hent í stjórn.

Ég mun óska eft­ir að fá að hitta sak­sókn­ara efna­hags­brota, sem er með mál­efni sjóðsins til skoðunar, til að leggja fram nauðsyn­leg gögn til að upp­lýsa um vinnu­brögð þau er FME ger­ir al­var­leg­ar at­huga­semd­ir við og viðhöfð voru án vit­und­ar flestra stjórn­ar­manna."

Flosi Eiríksson.
Flosi Ei­ríks­son. mbl.is
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert