Boðað hefur verið til fundar formanna aðildarfélaga Alþýðusambands Íslands á morgun um stöðuna í viðræðum við atvinnurekendur og stjórnvöld um kjaramálin og stöðugleikasáttmála.
Fundahöld hafa staðið yfir í allt kvöld milli stjórnvalda, aðila vinnumarkaðar og sveitarfélaga í Stjórnarráðinu þar sem freista átti þess að leggja síðustu hönd á svonefndan stöðugleikasáttmála.