Aukafundur EFTA ef Ísland sækir um aðild

Össur Skarphéðinsson.
Össur Skarphéðinsson. mbl.is/Ómar

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, sat í dag utanríkisráðherrafund EFTA í Hamar í Noregi og gerði m.a. grein fyrir stöðu umræðna á Íslandi um hugsanlega aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu og stöðu efnahagsmála og hvernig Íslendingar hygðust vinna sig út úr efnahagsvandanum.

Ákveðið var að boða til auka ráðherrafundar EFTA ef til þess kæmi að Alþingi ákvæði að Ísland sækti um aðild að Evrópusambandinu.

Á fundinum ræddu ráðherrarnir samskipti EFTA við Evrópusambandið og við ýmis önnur ríki. Í tengslum við ráðherrafundinn var fríverslunarsamningur milli EFTA-ríkjanna og Samstarfsráðs Persaflóaríkja (Barein, Kúveit, Óman, Katar, Sádí-Arabía og Sameinuðu arabísku furstadæmin) undirritaður.

Þá lýstu ráðherrarnir ánægju með gildistöku fríverslunarsamnings EFTA-ríkjanna og Kanada hinn 1. júlí n.k. og með upphaf fríverslunarviðræðna við Úkraínu, Serbíu og Albaníu. Einnig kom fram að gerð fríverslunarsamnings EFTA-ríkjanna og Perú sé á lokastigi og góður gangur er í fríverslunarviðræðum við Indland.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert