Bensín hækkar um 12,50 krónur

Olíuverslun Íslands hefur hækkað verð á bensíni um 12,50 krónur lítrann vegna hækkunar á bensíngjaldi, sem Alþingi samþykkti í lok maí. Kostar bensínlitrinn þá 189,30 krónur í sjálfsafgreiðslu og 192,30 með þjónustu.

Olís hafði, eins og önnur olíufélög, áður hækkað verð á eldsneyti um þessa upphæð en afturkallaði hana þegar ljóst varð að hækkunin þá byggðist ekki á réttum forsendum. 

Olís segir, að þær birgðir sem félagið átti fyrir hækkun bensíngjaldsins hafi klárast 18. júní en frá því að breytingin tók gildi hafi félagið flutt inn bensín í tvígang.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka