Bíður yfirheyrslu hjá lögreglu

Maðurinn olli skemmdum á hurðum slökkvistöðvarinnar, bíl vegfaranda og lögreglubíll.
Maðurinn olli skemmdum á hurðum slökkvistöðvarinnar, bíl vegfaranda og lögreglubíll. mbl.is/Júlíus

Maður, sem olli stórtjóni á útkeyrsluhurðum hjá Slökkvistöð höfuðborgarsvæðisins í Skógarhlíð og nokkrum bílum í gærkvöldi,  er enn í haldi lögreglu þar sem yfirheyrslur munu fara fram yfir honum í dag.

Maðurinn reyndi m.a. að aka inn í samskiptamiðstöð lögreglunnar við Skógarhlíð og ók síðan á miklum hraða eftir Bústaðavegi. Þar reyndi sjúkrabíll að stöðva manninn en tókst það ekki. Maðurinn ók að lögreglustöðinni við Hverfisgötu þar sem lögreglubíll ók á bíl hans og stöðvaði hann þannig. Maðurinn hafði þá ekið á einn bíl á leiðinni.

Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri sagðist í gærkvöldi engar skýringar hafa á hegðun mannsins en að ljóst væri að hann hefði verið mjög einbeittur í því að vinna skemmdir á slökkvistöðinni. Hann hefði m.a. ekið ítrekað á sex hurðir slökkvistöðvarinnar.

Aðrar stöðvar í Reykjavík voru virkjaðar í gærkvöldi vegna málsins og var ekki talið að hættuástandi myndi skapast þó brunaboð bærust áður en bráðabrigðaviðgerð á hurðunum yrði lokið. Fjárhagslegt tjón vegna aðgerða mannsins hefur ekki verið metið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka