Ekki víst að ESB setji hvalveiðar fyrir sig

Búist er við að hvalveiðar Íslendinga verði gagnrýndar harðlega á …
Búist er við að hvalveiðar Íslendinga verði gagnrýndar harðlega á ársfundi Alþjóðahvalveiðiráðsins, sem hefst í dag. Reuters

Ekki er víst að Evr­ópu­sam­bandið muni gera þá kröfu, í hugs­an­leg­um aðild­ar­viðræðum við Ísland, að Íslend­ing­ar hætti hval­veiðum. Þetta hef­ur breska rík­is­út­varpið BBC eft­ir um­hverf­is­ráðherra Portú­gals. Árs­fund­ur Alþjóðahval­veiðiráðsins hefst á portú­gölsku eyj­unni Madeira í dag. 

„Þetta er mál sem við þurf­um að ganga frá ásamt Íslandi og inn­an Evr­ópu­sam­bands­ins, hef­ur BBC eft­ir Hum­berto Rosa, um­hverf­is­ráðherra Portú­gals. „Það er hægt að hafa svig­rúm inn­an Evr­ópu­sam­bands­ins fyr­ir mjög mis­mun­andi aðstæður í aðild­ar­ríkj­un­um."

Reynt hef­ur verið á und­an­förn­um mánuðum að ná sam­komu­lagi inn­an Alþjóðahval­veiðiráðsins milli þeirra ríkja, sem styðja að hval­veiðibanni ráðsins verði aflétt með tak­mörkuðum hætti og hinna sem eru al­farið and­víg hval­veiðum. Mark­miðið er einkum, að Jap­an­ir hætti um­fangs­mikl­um vís­inda­veiðum á hrefnu og fleiri hvala­teg­und­um í Suður­höf­um en á móti fái þeir að veiða hrefnu í at­vinnu­skyni við strend­ur lands­ins. 

William Hog­ar­th, frá­far­andi for­seti Alþjóðahval­veiðiráðsins, hef­ur beitt sér fyr­ir þess­um samn­ingaviðræðum. Mark­miðið var að ljúka þeim fyr­ir árs­fund­inn nú en það tókst ekki. Hog­ar­th seg­ir, að viðræðurn­ar hafi ekki gengið eins vel og von­ast var til. Ríki taki þessi mál mjög al­var­lega og sum vilji ekki gefa neitt eft­ir.

Rosa seg­ist ekki vera and­víg­ur strand­veiðum í sjálfu sér. „Ég tel að það eigi að leyfa þær með ströng­um skil­yrðum þannig að ekki sé hægt að stunda þær hvar sem er í heim­in­um held­ur á af­mörkuðum svæðum und­ir ströngu eft­ir­liti," seg­ir hann. 

Bú­ist er við að Ísland muni sæta mik­illi gagn­rýni á fund­in­um á Madeira fyr­ir hval­veiðar í at­vinnu­skyni, sem nú eru hafn­ar. Búið er að veiða 15 hrefn­ur og 4 langreyðar.

Þá er bú­ist við að mik­il umræða verði um kröfu Græn­lend­inga um að fá að veiða hnúfu­baka, sem hafa verið alfriðaðir und­an­farna ára­tugi.      

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert