Í viku gæsluvarðhaldi

Lögreglan stöðvaði för mannsins við port lögreglustöðvarinnar á Hlemmi.
Lögreglan stöðvaði för mannsins við port lögreglustöðvarinnar á Hlemmi. mbl.is/Heiðar

Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í kvöld ökumann bíls, sem ekið var á slökkvistöðina í Skógarhlíð í gærkvöldi í gæsluvarðhald til næsta mánudags að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Maðurinn, sem er á fertugsaldri, er grunaður um brot á hegningarlögum sem varða við almannahættu, tilraun til manndráps og líkamsmeiðingar. Þá er hann grunaður um brot gegn valdstjórninni.

Þá úrskurðaði Héraðsdómur Reykjavík karlmann í gæsluvarðhald til mánudags en maðurinn var handtekinn í gærkvöldi, grunaður um alvarlega líkamsárás á annan karlmann í húsi á höfuðborgarsvæðinu.

Sá er fyrir árásinni varð, maður á þrítugsaldri, var fluttur á slysadeild með talsverða áverka á höfði og víðar um líkamann. Fimm voru handteknir skömmu síðar í tengslum við rannsókn málsins.  Þeir voru yfirheyrðir í dag og var fjórum þeirra verið sleppt. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert