Icesave gæti fellt ríkisstjórnina

Gunnar Helgi Kristinsson prófessor í stjórnmálafræði við HÍ.
Gunnar Helgi Kristinsson prófessor í stjórnmálafræði við HÍ. mbl.is/Ómar

Hljóti væntanlegt frumvarp um ríkisábyrgð á innistæðum Icesave-reikninganna ekki meirihluta á Alþingi þýðir það endalok núverandi ríkisstjórnar að mati Gunnars Helga Kristinssonar, prófessors í stjórnmálafræði. Stefnt er að því að frumvarpið verði lagt fyrir í vikunni en á þingflokksfundi Vinstri grænna fyrr í mánuðinum greiddu þrír þingmenn flokksins atkvæði gegn samningnum. Auk þess hefur Atli Gíslason lýst sig andvígan samningnum. Leggist öll stjórnaraðstaðan auk þessara fjögurra stjórnarliða gegn frumvarpinu fellur það með einu atkvæði.

„Ég get ekki séð að stjórnin sé starfhæf ef hún kemur ekki í gegn jafnmiklu grundvallarmáli og þessu,“ segir Gunnar Helgi. Standi stjórnarliðar ekki sameinaðir að málefnum stjórnarinnar hefur stjórnin ekki traustan þingmeirihluta og verður þar með ekki fær um að sinna hlutverki sínu, að mati Gunnars Helga. Verði það raunin sé óhjákvæmilegt að stjórnin falli og sér hann ekki fyrir sér að hún myndi sitja áfram nema ef til vill sem bráðabirgðastjórn. „En hvað nákvæmlega tæki við er ekki auðvelt að sjá.“

Öfugsnúið, segir Bjarni

„Forsætisráðherra var með það sem sitt helsta kosningamál að koma Sjálfstæðisflokknum frá völdum, það er eitthvað öfugsnúið ef hún ætlar núna að fara að halla sér að honum,“ segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins en Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sagðist nýlega ekki trúa því að flokkurinn myndi greiða atkvæði gegn ríkisábyrgðinni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert