Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur krafist gæsluvarðhalds yfir manni, sem var handtekinn í gærkövldi vegna ofsaaksturs og fleiri brota.
Er maðurinn m.a. grunaður um brot er varða við almannahættu, manndráp og líkamsmeiðingar. Þá er hann og grunaður um brot gegn valdstjórninni.
Lögreglan sagði fyrr í dag að maðurinn yrði fluttur á viðeigandi stofnun og að ekki yrði krafist gæsluvarðhalds. Síðan var ákveðið að krefjast gæsluvarðhalds og mun Héraðsdómur Reykjavíkur taka afstöðu til kröfunnar í kvöld eða á morgun.