Kynna mögulegan sáttmála

Stjórnarráðshúsið við Lækjartorg.
Stjórnarráðshúsið við Lækjartorg. mbl.is/Jim Smart

Fundað verður í stjórn­ar­ráðinu nú í kvöld um mögu­leg­an stöðug­leika­sátt­mála. Aðilar vinnu­markaðar­ins og sveit­ar­fé­laga hafa setið í Karp­hús­inu í dag yfir texta sem þeir munu kynna fyr­ir full­trú­um rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

Hall­dór Grön­vold, vara­for­seti ASÍ, sagði í sam­tali við mbl.is að menn myndu  kasta þessu eitt­hvað á milli sín og vænt­an­lega yrði tek­ist á um ein­hver atriði. Því væri ekki hægt að full­yrða um niður­stöðu.

Stöðug­leika­sátt­máli er eðli máls­ins sam­kvæmt yf­ir­grips­mikið plagg sem lýt­ur m.a. að aðilum vinnu­markaðar­ins, aðgerðum stjórn­valda og sveit­ar­fé­laga.

„Þetta er til­raun til að fanga sam­eig­in­lega sýn um það sem þarf að gera til að ná mark­miðum um lækk­un vaxta, stöðugra gengi krón­unn­ar og end­urupp­bygg­ingu at­vinnu­lífs­ins,“  sagði Hall­dór.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert