Ritstjóri danska kvikmyndablaðsins Ekko segir, að Rúnar Rúnarsson sé eitt mesta kvikmyndaleikstjóraefni, sem útskrifast hafi úr Danska kvikmyndaskólanum í áratug.
„Enginn getur tekið það frá Kvikmyndaskólanum, að hann hefur nú brautskráð mesta kvikmyndaleikstjóraefni síðan Peter Schønau Fog brautskráðist árið 1999," skrifar Claus Christensen, ritstjóri Ekko, eftir að hafa séð lokaverkefni Rúnars, stuttmyndina Önnu.
Anna var meðal annars sýnd á Cannes kvikmyndahátíðinni í vor.