Samstarfið heldur í Kópavogi

Framsóknarmenn í Kópavogi samþykktu í kvöld að halda áfram samstarfi …
Framsóknarmenn í Kópavogi samþykktu í kvöld að halda áfram samstarfi við sjálfstæðismenn. mbl.is/Golli

Framsóknarmenn í Kópavogi hafa samþykkt að samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn skuli haldið áfram að því gefnu að Gunnar Birgisson segi af  sér störfum og sjálfstæðismenn nefni nýjan bæjarstjóra úr hópi bæjarfulltrúa. Kjósi Gunnar að koma aftur krefjast framsóknarmenn þess að samið verði að nýju um samstarf flokkanna.

Mikil átök voru á fundi fulltrúaráðs framsóknarmanna í Kópavogi en þar var felld með 7 atkvæða mun tillaga frá fulltrúum Freyju, félagi framsóknarkvenna í Kópavogi um að slíta alfarið samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn. Í tillögunni segir, að Freyjukonur treysti því ekki að bæjarstjórinn komi ekki til starfa aftur nema tillagan verði samþykkt.

Á sínum fundi samþykktu sjálfstæðismenn tillögu Gunnars I. Birgissonar, fráfarandi bæjarstjóra, um að Gunnsteinn Sigurðsson, bæjarfulltrúi og annar maður á lista flokksins, setjist í bæjarstjórastólinn í stað Gunnars.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert