Slasaðist á gönguför

Kona slasaðist  í Reykja­dal þegar hún var þar á göngu síðastliðinn miðviku­dag.  Að sögn lög­regl­unn­ar á Sel­fossi mun kon­an hafa dottið og fengið höfuðhögg en hún missti meðvit­und við höggið. 

Leitað var eft­ir aðstoð björg­un­ar­sveit­ar í Hvera­gerði.  Erfitt var að kom­ast að staðnum þar sem kon­an féll og var þyrla Land­helg­is­gæsl­unn­ar feng­in til að sækja kon­una.

Kon­an, sem var er­lend­ur ferðamaður, var í hópi á göngu­ferðalagi.  Hún var illa búin til göngu, ber­fætt í san­döl­um og í kvart­bux­um.   

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert