Slasaðist á gönguför

Kona slasaðist  í Reykjadal þegar hún var þar á göngu síðastliðinn miðvikudag.  Að sögn lögreglunnar á Selfossi mun konan hafa dottið og fengið höfuðhögg en hún missti meðvitund við höggið. 

Leitað var eftir aðstoð björgunarsveitar í Hveragerði.  Erfitt var að komast að staðnum þar sem konan féll og var þyrla Landhelgisgæslunnar fengin til að sækja konuna.

Konan, sem var erlendur ferðamaður, var í hópi á gönguferðalagi.  Hún var illa búin til göngu, berfætt í sandölum og í kvartbuxum.   

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert