Þúsund ný störf í skógrækt

Skógur við Reynisvatnsás í Grafarholti
Skógur við Reynisvatnsás í Grafarholti mbl.is/Frikki

Skógræktarfélag Íslands hyggst skapa störf fyrir allt að eitt þúsund manns við uppgræðslu á grænum svæðum skógræktarfélaga landsins. Verkefnið er unnið í samstarfi við Vinnumálastofnun, ríkissjóð og sveitarfélögin.

 Í tilkynningu frá Skógræktarfélaginu segir: „Tilgangurinn með þessu átaksverkefni er að skapa sumarstörf fyrir atvinnulaust fólk sem er tilbúið til að eyða sumrinu við fjölbreytt og skemmtileg störf sem tengjast skógrækt, gróðursetningu, stígagerð og uppbyggingu á grænum útivistarsvæðum."

Þar segir einnig:  „Á höfuðborgarsvæðinu eru þegar hafnar framkvæmdir í kringum Græna stíginn en í því verkefni felst að undirbúa lagningu á 3 metra breiðum stíg í útjaðri höfuðborgarsvæðisins sem mun liggja frá Kaldárseli í Hafnarfirði og þræða áhugaverðar náttúruperlur og útivistarsvæði í skjóli vaxandi skógarteiga alveg yfir í Esjuhlíðar, alls um 50 km samfellda leið. Stígurinn mun stórbæta aðstöðu fólks til útivistar hvort sem það eru gönguferðir, hjólreiðar, hlaup eða línuskautar. Þegar hefur verið samþykkt  af Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu að setja stíginn í skipulagsferli innan hvers sveitarfélags til nánari útfærslu."


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert