Þúsund ný störf í skógrækt

Skógur við Reynisvatnsás í Grafarholti
Skógur við Reynisvatnsás í Grafarholti mbl.is/Frikki

Skóg­rækt­ar­fé­lag Íslands hyggst skapa störf fyr­ir allt að eitt þúsund manns við upp­græðslu á græn­um svæðum skóg­rækt­ar­fé­laga lands­ins. Verk­efnið er unnið í sam­starfi við Vinnu­mála­stofn­un, rík­is­sjóð og sveit­ar­fé­lög­in.

 Í til­kynn­ingu frá Skóg­rækt­ar­fé­lag­inu seg­ir: „Til­gang­ur­inn með þessu átaks­verk­efni er að skapa sum­arstörf fyr­ir at­vinnu­laust fólk sem er til­búið til að eyða sumr­inu við fjöl­breytt og skemmti­leg störf sem tengj­ast skóg­rækt, gróður­setn­ingu, stíga­gerð og upp­bygg­ingu á græn­um úti­vist­ar­svæðum."

Þar seg­ir einnig:  „Á höfuðborg­ar­svæðinu eru þegar hafn­ar fram­kvæmd­ir í kring­um Græna stíg­inn en í því verk­efni felst að und­ir­búa lagn­ingu á 3 metra breiðum stíg í útjaðri höfuðborg­ar­svæðis­ins sem mun liggja frá Kaldár­seli í Hafnar­f­irði og þræða áhuga­verðar nátt­úruperl­ur og úti­vist­ar­svæði í skjóli vax­andi skóg­ar­teiga al­veg yfir í Esju­hlíðar, alls um 50 km sam­fellda leið. Stíg­ur­inn mun stór­bæta aðstöðu fólks til úti­vist­ar hvort sem það eru göngu­ferðir, hjól­reiðar, hlaup eða línu­skaut­ar. Þegar hef­ur verið samþykkt  af Sam­tök­um sveit­ar­fé­laga á höfuðborg­ar­svæðinu að setja stíg­inn í skipu­lags­ferli inn­an hvers sveit­ar­fé­lags til nán­ari út­færslu."


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert