Auðveldara verði að taka á málum skuldara

Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra.
Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra. mbl.is

Ríkisstjórn Íslands hefur samþykkt reglugerð sem gerir ríkisbönkunum kleift að afskrifa skuldir, einstaklinga eða fyrirtækja, án þess að niðurfærslan feli í sér tekjuskattsskyldan ávinning fyrir skuldarana. Frá þessu greindi Árni Páll Árnason, félags- og tryggingamálaráðherra, á opnum fundi í Kópavogi í gærkvöldi. Til þessa hefur skuldari þurft að greiða skatt vegna afskriftar og því hefur afskrift skulda verið vandkvæðum bundin. Með reglugerðinni er horft til þess að auka möguleika bankanna til að koma til móts við skuldara í vanda.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert