Bankar einkavæddir innan 5 ára

Jóhanna Sigurðardóttir segir að ríkið eigi ekki að eiga bankana deginum lengur en nauðsynlegt sé vegna endurskipulagningar þeirra. Í nýju frumvarpi um Bankasýslu ríkisins kemur fram að stofnunin verði lögð niður eftir fimm ár en þá er stefnt að því að búið verði að einkavæða bankana aftur.

Eigendastefna bankanna verður birt fljótlega en markmiðið að að hluti þeirra verði í eigu erlendra aðila.  Kröfurhafar hafa ekki sýnt mikinn áhuga á að taka þátt í rekstrinum eins og hugmyndir voru uppi um. Jóhanna segir að það hafi einhver áhugi verið en sjálfsagt ekki mjög mikill.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert