Ekki ákvörðun um lundaveiðibann í sumar

Frá Vestmannaeyjum.
Frá Vestmannaeyjum. mbl.is/GSH

Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um að banna lundaveiði þar í sumar. Auglýsing um ótímabundið lundaveiðibann, sem birtast muni í bæjarblöðum í vikunni, sé  til að koma í veg fyrir að óheftar lundaveiðar hefjist 1. júlí þegar hefðbundið veiðitímabil hefst.

Elliði segir, að umhverfis- og skipulagsráð og bæjarstjórn Vestmannaeyja muni eftir sem áður taka ákvörðun um veiðar á fyrstu dögum júlímánuðar.

Elliði segir, að  lundaveiðar í Vestmannaeyjum hafi verið takmarkaðar verulega seinustu ár og séu ekki svipur hjá sjón enda umgangist veiðimenn sjálfir náttúruna af virðingu hvað sem öllum boðum og bönnum líður.

„Öllum ber saman um að veiðarnar hafa engin teljandi áhrif á afkomu stofnsins og að versnandi skýringar á viðkomubresti sé að finna í náttúrinni," segir Elliði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert