Foreldrar bálreiðir

Verzlunarskóli Íslands.
Verzlunarskóli Íslands. mbl.is/Árni Sæberg

 „Okkur datt ekki í hug annað en að hún kæmist inn. Dóttir mín hringdi í mig alveg miður sín á mánudaginn í síðustu viku þegar henni var hafnað í Verzló. Hún hafði lagt mikið á sig til þess að komast í þann skóla.“

Þetta segir móðir stúlku sem í vor útskrifaðist úr Hagaskóla með meðaleinkunnina 8,25.

„Dóttir mín var með 9 í stærðfræði og 8,5 í íslensku. Ég er ekki sátt við að barnið mitt, sem er með svona góðar einkunnir, komist bara inn í einhvern menntaskóla. Við vitum að þeir eru jafnmisjafnir og þeir eru margir. Ég veit til þess að margir foreldrar eru bálreiðir. Það er búið að afnema samræmdu prófin. Sumir grunnskólar voru með lítil sem engin lokapróf í vor og það eru óeðlilega háar einkunnir upp úr grunnskólunum nú,“ segir móðirin.

Hún kveðst hafa hringt í námsráðgjafa í öllum menntaskólunum sem dóttirin sótti um pláss í. „Þeir sögðu allir að farið væri eftir einkunnum. Ég hringdi líka í menntamálaráðuneytið til þess að spyrja hvað væri í gangi. Starfsmaður þess kvaðst strax hafa séð galla á kerfinu þegar hann kom til starfa.“

Dóttirin hafði sett Menntaskólann í Reykjavík, MR, í annað sæti en þar fékk hún ekki heldur pláss. Hún fékk hins vegar pláss í Menntaskólanum við Sund sem var þriðja val hennar.

„Ég tel að mörg börn hefðu þurft áfallahjálp. Þau taka svona höfnun eftir höfnun mjög persónulega,“ segir móðirin.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka