Hringbraut opnuð á ný

Búið er að opna Hringbraut og Njarðargötu eftir umerðaróhapp.
Búið er að opna Hringbraut og Njarðargötu eftir umerðaróhapp. mbl.is/Július

Búið er að opna Hringbraut og Njarðargötu eftir harðan árekstur tveggja fólksbíla sem þar varð klukkan 14:36. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur lokið við að hreinsa slysstaðinn.

Sjúkraflutningamenn fluttu tvo á slysadeild í sjúkrabílum en aðrir sem í bílunum voru kenndu sér ekki meins en fóru í athugun á slysadeild á eigin vegum.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka