Hvalaskoðun veltir milljörðum

Hvalaskoðun er sívaxandi atvinnugrein.
Hvalaskoðun er sívaxandi atvinnugrein. mbl.is/Árni Torfason

Áætlað er í skýrslu, sem birt var í tengslum við ársfund Alþjóðahvalveiðiráðsins, að árlegar tekjur af hvalaskoðun nemi um 2,1 milljarði dala um allan heim, jafnvirði 270 milljarða króna.

Skýrslan var gerð á vegum Alþjóða dýraverndarsjóðsins, Ifaw. Þar segir að hvalveiðiþjóðir myndu hagnast á því, að hætta hvalveiðum og leggja þess í stað áherslu á hvalaskoðun. Alþjóða náttúruverndarsjóðurinn, WWF, hefur einnig birt skýrslu þar sem niðurstaðan er að tap sé á hvalveiðum Japana og Norðmanna.

Tómas Heiðar, formaður íslensku sendinefndarinnar á ársfundi hvalveiðiráðsins á Madeira, segir hins vegar við breska ríkisútvarpið BBC, að þessar atvinnugreinar hafi þróast samhliða undanfarin ár.

„Ásakanir um að hvalveiðar skaði hvalaskoðun hafa ekki reynst réttar," segir hann. „Þvert á móti hefur hvalaskoðun verið vaxandi atvinnugrein á síðustu árum eftir að atvinnuhvalveiðar voru hafnar að nýju árið 2006.

Búið er að veiða 15 hrefnur og sex langreyðar á Faxaflóa í sumar.  

Í skýrslu Ifaw er niðurstaðan sú, að tekjur af hvalaskoðun hafi tvöfaldast á síðasta áratug. Mestur er vöxturinn í Asíu. Árið 2008 hafi 13 milljónir manna farið í sjóferðir til að skoða hvali í 119 löndum.   

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka