Icesave málið fari fyrir dóm

Sigurður Líndal lagaprófessor.
Sigurður Líndal lagaprófessor. mbl.is/Ómar

Sigurður Líndal lagaprófessor er sammála því sem Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstarréttardómari, sagði í Morgunblaðsgrein í gær; að fjalla ætti um Icesave-málið fyrir dómstólum.  „Mér finnst óskiljanlegt að ekki skuli hægt að leggja málið fyrir dóm,“ sagði Sigurður í fréttum Stöðvar 2 nú í hádeginu.

„Mér finnst að við hljótum að eiga rétt á því, það hlýtur að vera hægt að koma á fót slíkum dómstóli og menn ættu að geta sæst á það. Ég segi fyrir mig, ef ég á að svara hreinskilnislega; ég vil frekar tapa málinu þannig að réttarstaðan væri skýr en að vera í þessari óvissu og láta gagnaðilana einhliða ákvarða skyldur okkur,“ sagði Sigurður í samtali við Stöð 2, og bætti við: „Mér finnst óskiljanlegt að ekki skuli vera hægt að leggja þetta mál fyrir dóm.“ Aðalatriðið sé að fá réttarstöðuna á hreint.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert