Leyfi veitt til ræktunar á erfðabreyttu byggi

Björn L. Örvar og Einar Mäntylä hjá Orf. Líftlækni við …
Björn L. Örvar og Einar Mäntylä hjá Orf. Líftlækni við íslenskt bygg á rannsóknarstofunni. Kristinn Ingvarsson

Um­hverf­is­stofn­un hef­ur samþykkt að veita Orf. Líf­tækni hf. leyfi til úti­rækt­un­ar á erfðabreyttu byggi í til­rauna­skyni. Er leyfið veitt með ströng­um skil­yrðum og verður fram­kvæmd­in und­ir eft­ir­liti stofn­un­ar­inn­ar. Þetta seg­ir í frétta­til­kynn­ingu frá Um­hverf­is­stofn­un.

Meðal skil­yrða sem stofn­un­in set­ur fyr­ir rækt­un­inni er að henni verði ár­lega skilað ít­ar­legri skýrslu um fram­gang og niður­stöðu til­raun­ar­inn­ar, að rækt­un­ar­svæði verði girt rag­irðingu og varðbelti með höfr­um og að svæðið verði látið standa óhreyft í tvö sum­ur eft­ir að notk­un lýk­ur.

Í niður­stöðu um mat á hvort heim­ila skuli rækt­un­ina seg­ir að Um­hverf­is­stofn­un telji hverf­andi lík­ur á út­breiðslu hins erfðabreytta byggs út fyr­ir til­raun­ar­eit og á mögu­legri víxlfrjóvg­un erfðabreytta byggs­ins við annað bygg eða plönt­ur. Jafn­framt  tel­ur stofn­un­in að litl­ar lík­ur séu á að þau græðis­prótein sem fyr­ir­hugað er að nota muni hafa nei­kvæð áhrif á líf­ríki á rækt­un­arstað.

Ákvörðun­ina og rök­stuðning­inn í heild má nálg­ast á um­hverf­is­stofn­un.is

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert