Nýjar hindranir á veginum

Frá fundi aðila vinnumarkaðarins með fulltrúum ríkisstjórnarinnar í gærkvöldi.
Frá fundi aðila vinnumarkaðarins með fulltrúum ríkisstjórnarinnar í gærkvöldi. mbl.is/Ómar

Óvíst hvort samkomulag um stöðugleikasáttmála muni nást í dag. Nýjar upplýsingar um ríkisfjármálin hafi komið upp í gær sem setji nýjar hindranir á veginn. Fundað verður í allan dag í Karphúsinu.

Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir ótímabært að segja fyrir um hvort samkomulag náist í dag. Sumt sé komið í góðan farveg og annað sé alveg eftir.

,,Í gærkvöldi fengum við til dæmis nýjar upplýsingar um ríkisfjármálin sem komu okkur kannski svolítið á óvart. Þær settu upp nýjar hindranir á veginn sem við þurfum að vinna í að yfirstíga," segir Vilhjálmur. Hann segir að í gærkvöldi hafi verið búið að komast yfir flestar hindranir þess að samkomulagið næðist en þá hafi þessar komið upp. Því sé ekki hægt að segja fyrir um hvort samkomulag náist í dag eða ekki.

Stóri hópurinn sem hittist í gær í Karphúsinu er þar aftur í dag og fundað er í hverju herbergi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka