Olís lækkar aftur um 12,50

Olíuverslun Íslands hefur lækkað verð á bensínlítra um 12,50 krónur skv. tilkynningu sem barst fyrir stundu. Félagið hækkaði lítrann um jafn háa upphæð í gær en önnur félög hækkuðu ekki.

Tilkynningin sem Olís sendi frá sér er svohljóðandi:

„Stefna Olís er að bjóða viðskiptavinum sínum ávallt samkeppnishæft verð og góða þjónustu. Félagið lækkar því bensínverð um kr. 12,50 á lítra með vsk og tekur því á sig tímabundið, af samkeppnisástæðum, skattahækkun sem tók gildi 28. maí sl.

Félagið vill um leið árétta að óeðlilegt er að svo stór skattabreyting hins opinbera mismuni söluaðilum eftir birgðastöðu.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert