Á sunnudaginn mætast erkifjendurnir Grindavík og Keflavík á
heimavelli þeirra fyrrnefndu og takast á í Úrvalsdeildinni, segir í fréttatilkynningu. Umgjörð þessa leiks er nokkuð frábrugðin því sem við erum vön því Eiður Smári Guðjónsen hefur sett saman styrktarhátíð á undan leiknum. Hátíðin er til styrktar Frank Bergmans ungs drengs frá Grindavík sem barist hefur við krabbamein um langt skeið.
Frank er mikill knattspyrnuáhugamaður og var, áður en veikindin dundu á honum, mjög efnilegur. Eiður Smári hafði séð til drengsins á þeim tíma og hefur æ síðan fylgst með Frank og ekki minna eftir að veikindin toguðu Frank útaf vellinum. Eiður hefur kallað saman nokkra góðvini sína úr íþróttunum og skemmtibransanum og ætlar hópurinn að bregða á leik á undan leiknum á sunnudag.
Hátíðin hefst klukkan 18:00 en fram koma Lísa Einarsdóttir úr Idol Stjörnuleit, Ingo Veðurguð, Auddi og Sveppi að ógleymdum Eið Smára, Evrópumeistaranum sjálfum. 200 krónur af öllu seldum aðgöngumiðum mun renna beint til Franks og fjölskyldu hans en síðan verður hægt að leggja fram frjáls framlög og efnt verður til uppboðs á nokkrum ómetanlegum gripum sem áritaðir verða af Eið og hugsanlega Sveppa. Kynnir verður Einar Bárðarson.