Styrkja veikan dreng

Eiður Smári Guðjohnsen í ham.
Eiður Smári Guðjohnsen í ham. Ómar Óskarsson

 Á sunnu­dag­inn mæt­ast erkifjend­urn­ir Grinda­vík og Kefla­vík á
heima­velli þeirra fyrr­nefndu og tak­ast á í Úrvals­deild­inni, seg­ir í frétta­til­kynn­ingu. Um­gjörð þessa leiks er nokkuð frá­brugðin því sem við erum vön því Eiður Smári Guðjón­sen hef­ur sett sam­an styrkt­ar­hátíð á und­an leikn­um. Hátíðin er til styrkt­ar Frank Bergmans ungs drengs frá Grinda­vík sem bar­ist hef­ur við krabba­mein um langt skeið. 

 Frank er mik­ill knatt­spyrnu­áhugamaður og var, áður en veik­ind­in dundu á hon­um, mjög efni­leg­ur. Eiður Smári hafði séð til drengs­ins á þeim tíma og hef­ur æ síðan fylgst með Frank og ekki minna eft­ir að veik­ind­in toguðu Frank útaf vell­in­um. Eiður hef­ur kallað sam­an nokkra góðvini sína úr íþrótt­un­um og skemmti­brans­an­um og ætl­ar hóp­ur­inn að bregða á leik á und­an leikn­um á sunnu­dag.

Hátíðin hefst klukk­an 18:00 en fram koma Lísa Ein­ars­dótt­ir úr Idol Stjörnu­leit, Ingo Veðurguð, Auddi og Sveppi að ógleymd­um Eið Smára, Evr­ópu­meist­ar­an­um sjálf­um. 200 krón­ur af öllu seld­um aðgöngumiðum mun renna beint til Franks og fjöl­skyldu hans en síðan verður hægt að leggja fram frjáls fram­lög og efnt verður til upp­boðs á nokkr­um  ómet­an­leg­um grip­um sem áritaðir verða af Eið og hugs­an­lega Sveppa. Kynn­ir verður Ein­ar Bárðar­son.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert