Um átta milljarðar sparaðir í heilbrigðiskerfinu

mbl.is/Ómar

Heilbrigðisráðuneytið þarf að spara 1,2 milljarða króna á þessu ári til viðbótar við þá 6,7 milljarða sem fyrri ríkisstjórn ákvað í byrjun ársins. Á næsta ári má búast við sparnaði upp á 7,3 milljarða króna.

„Auk þessa hafa ýmsar stofnanir sem heyra undir heilbrigðisráðuneytið glímt við þrálátan rekstrarhalla á undanförnum árum og því nemur umsnúningurinn mun hærri fjárhæð,“ segir Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra, en hallareksturinn er á þriðja milljarð króna. „Ég leyfi mér að fullyrða að ekkert ráðuneyti hefur nokkru sinni ráðist í annan eins niðurskurð á einu ári.“

Hann segir að unnið hafi verið að þessum markmiðum með víðtæku samráði við stjórnendur heilbrigðisstofnana, starfsmenn og notendur þjónustunnar. Að auki hafi m.a. verið gripið til aðgerða varðandi lyfjakostnað. „Greiðsluþátttaka í hverjum lyfjaflokki er í ríkari mæli miðuð við ódýrasta lyfið með sambærilega verkun sem hefur skilað sér í umtalsverðri lækkun lyfjaútgjalda. Og við munum halda áfram á þeirri braut.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka