Ungir framsóknarmenn í Kópavogi hvetja Gunnar I. Birgisson til að sjá sóma sinn í því að segja af sér sem bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Jafnframt hvetja þeir hann til að afsala sér biðlaunarétti bæjarstjóra og því fé verði varið til aðstoðar ungu barnafólki í Kópavogi með lækkun á leikskólagjöldum eða öðrum gjöldum. Slík aðgerð myndi auka traust á áframhaldandi samstarfi flokkanna og koma á friði í bæjarpólitíkinni.