Brotið gegn börnunum

Fanney Gunnarsdóttir námsráðgjafi í Álftamýrarskóla.
Fanney Gunnarsdóttir námsráðgjafi í Álftamýrarskóla. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Fanný Gunnarsdóttir, námsráðgjafi og stærðfræðikennari í Álftamýrarskóla, segir að ekki geti skapast traust á nýju inntökukerfi í framhaldsskóla án breytinga. Nauðsynlegt sé að fá einhverjar leikreglur frá ráðuneytinu fyrir haustið en skólarnir eiga að horfa á skólaeinkunnir við inntöku þar sem samræmd próf hafa verið afnumin.

„Það er ekkert sem segir okkur í grunnskólunum hvernig skólaeinkunn skuli fundin. Það er skoðun mín að ósamræmd og óskýr skólaeinkunn eða mat geti flokkast sem brot á jafnræðisreglu. Ég vil láta skoða hvort svo sé. Eiga nemendur ekki kröfu á að sitja allir við sama borð hvað varðar lokamat og útskrift úr grunnskólunum?“ spyr Fanný. Vegna afnáms samræmdra prófa lýsti hún yfir áhyggjum sínum af skólaskilum í bréfi til Katrínar Jakobsdóttur menntamálaráðherra fyrr í vetur. „Nú eru áhyggjur mínar komnar fram,“ segir Fanný.

Aðstoðarskólameistari Flensborgarskóla, Magnús Þorkelsson, segir nóg fyrir 10. bekkinga að velja um tvo framhaldsskóla í stað fjögurra. „Með því að hafa val um fjóra skóla eru krakkarnir komnir í rúllettu eins og ég kalla það.“ Ómar Örn Magnússon, aðstoðarskólastjóri Hagaskóla, segir skólastjórnendur þar hafa beðið um viðræður við framhaldsskóla strax síðastliðið haust vegna túlkunar á skólaeinkunnum. „Við fengum þau svör að þetta yrði ekki vandamál,“ segir Ómar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka