Brotið gegn börnunum

Fanney Gunnarsdóttir námsráðgjafi í Álftamýrarskóla.
Fanney Gunnarsdóttir námsráðgjafi í Álftamýrarskóla. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Fanný Gunn­ars­dótt­ir, náms­ráðgjafi og stærðfræðikenn­ari í Álfta­mýr­ar­skóla, seg­ir að ekki geti skap­ast traust á nýju inn­töku­kerfi í fram­halds­skóla án breyt­inga. Nauðsyn­legt sé að fá ein­hverj­ar leik­regl­ur frá ráðuneyt­inu fyr­ir haustið en skól­arn­ir eiga að horfa á skóla­ein­kunn­ir við inn­töku þar sem sam­ræmd próf hafa verið af­num­in.

„Það er ekk­ert sem seg­ir okk­ur í grunn­skól­un­um hvernig skóla­ein­kunn skuli fund­in. Það er skoðun mín að ósam­ræmd og óskýr skóla­ein­kunn eða mat geti flokk­ast sem brot á jafn­ræðis­reglu. Ég vil láta skoða hvort svo sé. Eiga nem­end­ur ekki kröfu á að sitja all­ir við sama borð hvað varðar lokamat og út­skrift úr grunn­skól­un­um?“ spyr Fanný. Vegna af­náms sam­ræmdra prófa lýsti hún yfir áhyggj­um sín­um af skóla­skil­um í bréfi til Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur mennta­málaráðherra fyrr í vet­ur. „Nú eru áhyggj­ur mín­ar komn­ar fram,“ seg­ir Fanný.

Aðstoðarskóla­meist­ari Flens­borg­ar­skóla, Magnús Þorkels­son, seg­ir nóg fyr­ir 10. bekk­inga að velja um tvo fram­halds­skóla í stað fjög­urra. „Með því að hafa val um fjóra skóla eru krakk­arn­ir komn­ir í rúll­ettu eins og ég kalla það.“ Ómar Örn Magnús­son, aðstoðarskóla­stjóri Haga­skóla, seg­ir skóla­stjórn­end­ur þar hafa beðið um viðræður við fram­halds­skóla strax síðastliðið haust vegna túlk­un­ar á skóla­ein­kunn­um. „Við feng­um þau svör að þetta yrði ekki vanda­mál,“ seg­ir Ómar.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert