Deilt um leiðir í Karphúsinu

Deilt erum hvaða leið skuli farin til að rétta við …
Deilt erum hvaða leið skuli farin til að rétta við halla í ríkisrekstrinum. mbl.is/Golli

„Það eru fleiri ljón í veginum en ég gerði ráð fyrir í byrjun vikunnar um að aðilar næðu saman," er haft eftir Árna Stefáni Jónssyni starfandi formanni BSRB um hvernig þríhliða viðræðum aðila vinnumarkaðarins og ríkisstjórnarinnar um stöðugleikasáttmálann miðaði á vefsíðu BSRB.

Í samtali við mbl.is sagði Árni Stefán að ágreiningurinn snérist fyrst og fremst um hvernig skuli fara með ríkisfjármálin og hvert hlutfall niðurskurðar og skattahækkana ætti að vera.

„Við viljum fara tekjuleiðina," sagði Árni og átti við að hann kysi að auka tekjur ríkisins með hærri sköttum frekar en að skera niður í velferðarkerfinu.

Árni var staddur í Karphúsinu og sagði að viðræður væru enn í gangi og alls óljóst hvenær þeim lýkur.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert