Einar Karl tímabundið í forsætisráðuneytinu

Einar Karl Haraldsson
Einar Karl Haraldsson mbl.is

Einar Karl Haraldsson, fyrrverandi aðstoðarmaður iðnaðarráðherra, hóf í vikunni störf í forsætisráðuneytinu.

„Hann er hér tímabundið að aðstoða við ýmis mál, meðan hann er á biðlaunum,“ sagði Hrannar Björn Arnarson, aðstoðarmaður Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra við Fréttavef Morgunblaðsins. Ekki er ljóst hve lengi Einar Karl verður við störf í forsætisráðuneytinu, líklega í nokkrar vikur.

Hann var í vor ráðinn til Landspítalans og hefur störf 1. september næstkomandi. Þar mun hann móta og festa í sessi nýtt vinnulag á sviði almannatengsla í samvinnu við forstjóra, framkvæmdastjórn, deildarstjóra kynningarmála og aðra stjórnendur og starfsmenn spítalans.

Einar Karl á að baki langan feril sem ritstjóri fjölmiðla og ráðgjafi í almannatengslum fyrir félaga- og stjórnmálasamtök, opinbera aðila og fyrirtæki.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert