Deilt um stefnu í ríkisfjármálum 2011 til 2013

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra og Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra.
Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra og Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra. mbl.is/Heiðar Kristjánsson

Aðilar vinnu­markaðar­ins, full­trú­ar Sam­taka at­vinnu­lífs­ins og Alþýðusam­bands Íslands, vilja að stjórn­völd ein­blíni meira á niður­skurð á ár­un­um 2011 til 2013 held­ur en skatta­hækk­an­ir. Áform stjórn­valda í rík­is­fjár­mál­um voru kynnt á löng­um fundi í stjórn­ar­ráðinu í fyrra­kvöld.

Sam­kvæmt heim­ild­um Morg­un­blaðsins ætla ASÍ  og SA að fram­lengja nú­gild­andi kjara­samn­inga til loka nóv­em­ber­mánaðar árið 2010, með ákveðnum launa­breyt­ing­um á tíma­bil­inu. Hyggj­ast sam­tök­in tví­skipta þeirri launa­hækk­un, 13.500 krón­um, sem átti að koma til fram­kvæmda 1. júlí nk., eft­ir ná­kvæm­lega viku. Þannig verði 6.750 kr. greidd­ar 1. júlí og seinni hlut­inn, 6.750 krón­ur, greiðist 1. nóv­em­ber nk. Jafn­framt hef­ur 3,5% launaþró­un­ar­trygg­ing­unni verið frestað til 1. nóv­em­ber nk. Launa­hækk­un upp á 6.500 krón­ur, sem koma átti til fram­kvæmda 1. janú­ar 2010, verður færð fram til 1. júní 2010 og þá hækki laun einnig um 2,5%.

Sam­kvæmt heim­ild­um Morg­un­blaðsins voru full­trú­ar ASÍ og SA nokkuð sátt­ir við áformin í rík­is­fjár­mál­um fyr­ir þetta ár og árið 2010. Sam­kvæmt sömu heim­ild­um voru mik­il von­brigði hjá full­trú­um beggja með áform stjórn­valda fyr­ir árin 2011 til 2013. Í þeim efn­um munu full­trú­ar at­vinnu­rek­enda telja að rík­is­stjórn­in stefni að svo stó­felld­um skatta­hækk­un­um, m.a. á at­vinnu­lífið, að það muni ekki rísa und­ir slík­um álög­um. Telja full­trú­ar at­vinnu­rek­enda að rík­is­stjórn­in ætli að ganga alltof skammt í niður­skurði á rík­is­út­gjöld­um, en allt of langt í auk­inni skatt­heimtu. Full­trú­ar ASÍ munu einnig gagn­rýn­ir á áform rík­is­stjórn­ar­inn­ar um aukna skatt­heimtu, en áhyggj­ur þeirra bein­ast ekki síður að því hvar stjórn­völd hygg­ist skerða þjón­ustu, og hvers kon­ar til­færsl­ur verði ákveðnar. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert