Fyrrum fjármálastjóri dæmdur fyrir fjárdrátt

Garðabær.
Garðabær. www.mats.is

Fyrrum fjármálastjóri Garðabæjar hefur verið dæmdur í 6 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir fjárdrátt en maðurinn dró sér rúmar 9,2 milljónir króna af bankareikningum bæjarfélagsins á tímabilinu frá desember 2007 fram í júlí 2008.

Fram kemur í dómnum, að maðurinn hafi skýlaust játað brotin.  Við ákvörðun refsingar leit dómurinn  til þess að maðurinn var opinber starfsmaður en á móti kom, að hann gerði enga tilraun til að leyna fjárdrættinum, játað broti og látið af störfum vegna þess. Þá endurgreiddi hann féð að öllu leyti skömmu eftir starfslok.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert