Gróðurskemmdir vegna utanvegaaksturs við golfvöllinn í Bolungarvík

Bæjarins besta

Tor­færuakst­ur utan vega í Syðri­dal í Bol­ung­ar­vík hef­ur auk­ist til muna í sum­ar. Nýta ökuþórar á tor­færu­mótor­hjól­um sér landsvæði rétt utan við Syðri­dalsvöll, golf­völl Golf­klúbbs Bol­ung­ar­vík­ur. Bol­vísk­ir kylf­ing­ar eru ekki á eitt sátt­ir með þenn­an akst­ur. Mikið vot­lendi er á svæðinu sem hef­ur verið spænt upp.

Haustið 2006 hafði stjórn GBO áhyggj­ur af tor­færuakstri utan veg­ar fyr­ir inn­an golf­völl­inn og síðan þá hef­ur hann auk­ist. Hafa for­svars­menn klúbbs­ins velt því fyr­ir sér hvort leyfi hafi verið veitt fyr­ir akstr­in­um sem og hvort ekki hafi þurft um­sögn frá Nátt­úru­stofu Vest­fjarða þar sem viðkvæmt fugla­líf er á svæðinu. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá bæj­ar­yf­ir­völd­um í Bol­ung­ar­vík, hef­ur eng­inn sótt um til­heyr­andi leyfi.

Landsvæðið, sem er í eigu Bol­ung­ar­vík­ur­kaupstaðar, er á milli sand­námu bæj­ar­ins og þjóðveg­ar­ins í Syðri­dal. Slík­ur akst­ur tor­færu­tækja get­ur valdið al­var­leg­um gróður­skemmd­um og er svo komið að gróður inn­an marka golf­vall­ar­ins hef­ur orðið fyr­ir skemmd­um vegna þessa.

Í lög­um um nátt­úru­vernd, nr. 44/​1999 er kveðið á um bannað sé að aka vél­knún­um öku­tækj­um utan vega og í reglu­gerð um tak­mark­an­ir á um­ferð í nátt­úru Íslands, nr. 528/​2005 er áréttuð sú meg­in­regla að óheim­ilt er að aka vél­knún­um öku­tækj­um utan vega í nátt­úru Íslands. Þar er jafn­framt tekið fram að akst­ur tor­færu­tækja sé aðeins heim­ilt utan vega á til þess samþykkt­um svæðum. Er því ljóst að þar með eru viðkom­andi ökuþórar að brjóta gegn ákvæðum 1. mgr. 17. gr. laga nr. 44/​1999 um nátt­úru­vernd.

Jón Fann­ar Kol­beins­son, full­trúi sýslu­manns­ins á Ísaf­irði, seg­ir nokk­ur slík mál hafa farið fyr­ir dóm­stóla en ákæru­valdið þurfi að hafa skýr sönn­un­ar­gögn gegn gerend­un­um og standa þurfi þá að verki. Lög­regl­an mun því fylgj­ast vel með akstri utan vega á þessu svæði hér eft­ir þar sem um víta­verðan ut­an­vega­akst­ur sé að ræða.

www.bb.is

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka