Hannes segist ekki hafa brotið lög

Hannes Smárason.
Hannes Smárason. mbl.is/Golli

Hann­es Smára­son, kaup­sýslumaður, seg­ist hafa lagt sig fram um að fylgja þeim lög­um og regl­um, sem viðskipta­líf­inu hafi verið sett. Seg­ist Hann­es sann­færður um, að niðurstaða á rann­sókn á gerðum hans verði sú að eng­in lög eða regl­ur hafi verið brot­in.

Fram kem­ur, að Hann­es hef­ur ákveðið að kæra til Hæsta­rétt­ar úr­sk­urð Héraðsdóms Reykja­vík­ur frá í gær um að hús­leit­ir og hald­lagn­ing­ar efna­hags­brota­deild­ar rík­is­lög­reglu­stjóra hafi verið lög­mæt­ar.

Seg­ir hann að lögmaður sinn hafi í gær sent bréf til rík­is­lög­reglu­stjóra með ít­ar­leg­um út­skýr­ing­um og gögn­um varðandi öll rann­sókn­ar­til­vik og grun­ur rík­is­lög­reglu­stjóra sé hrak­inn. Er þess kraf­ist í bréf­inu, að rann­sókn lög­reglu á sak­argift­um á hend­ur Hann­esi verði lát­in niður falla.

Vildu mynda stærsta lággjalda­flug­fé­lag Evr­ópu

Í bréf­inu er m.a. farið yfir kaup FL Group á danska flug­fé­lag­inu Sterl­ing  árið 2005. Þar kem­ur fram, að Hann­es hafni því al­farið að Sterl­ing hafi keypt fé­lagið á yf­ir­verði og þá hafi rík­is­lög­reglu­stjóri ekki út­skýrt hvernig viðskipti með hluta­bréf geti verið refsi­verð þótt hægt sé að færa fyr­ir því rök að verð hafi verið hátt.

Þá seg­ir að stjórn FL Group en ekki Hann­es hafi tekið ákvörðun um kaup­in, sem hafi verið al­farið á ábyrgð stjórn­ar­inn­ar. Viðskipta­leg­ar for­send­ur hafi verið að baki kaup­un­um: áform um samruna Sterl­ing og enska lággjalda­fé­lags­ins ea­syJet, sem FL Group átti 16,2% hlut í á þess­um tíma, en þá hefði orðið til stærsta lággjalda­flug­fé­lag í Evr­ópu. 

Færsla milli banka­reikn­inga FL Group

Um milli­færslu á 46,5 millj­ón­um dala til Kaupt­hing Bank Lux­em­borg árið 2005 seg­ir í bréfi lög­manns­ins, að um hafi verið að ræða færslu milli banka­reikn­inga í eigu fé­lags­ins en ekki ólög­mæta lán­veit­ingu til Hann­es­ar. Hvorki Hann­es né aðili hon­um tengd­ur hafi tekið við fénu.

Í bréf­inu er einnig farið yfir viðskipti með fast­eign­irn­ar Fjöln­is­veg 9 og 11 og sam­skipti FI fjár­fest­inga, fé­lags Hann­es­ar, við FL Group. Seg­ir í bréf­inu að Hann­es hafi átt fleiri hundruð millj­óna króna kröfu á hend­ur FI fjár­fest­ing­um. Ekki hafi verið um að ræða ólög­leg­ar lán­veit­ing­ar FL Group til Hann­es­ar.   

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka