Hrafnshreiður uppi í tré

Hrafnsungarnir garga í hreiðrinu.
Hrafnsungarnir garga í hreiðrinu. mynd/Helgi Már

Fjórir hrafnsungar í haganlega gerðu hreiðri uppi í tré, rétt ófleygir, fyrirferðamiklir og gargandi fremur en krunkandi. Þetta mátti sjá og heyra í Þórdísarlundi í Vatnsdal þar sem Húnvetningafélagið hefur ræktað garð sinn og nefnt skjólið eftir Þórdísi, dóttur Ingimundar gamla.

Í fjarska mátti heyra foreldrana krunka og kallast á við ungana, sem voru kolsvartir og samanbitnir, utan einn sem gargaði fyrir alla fjóra svo að sást langt ofan í rauðbleikt kokið.

Hrafnslaupar upp í tré eru óvenjulegir.
Hrafnslaupar upp í tré eru óvenjulegir. mynd/Helgi Már
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert