Mat á umsækjendum birt

Seðlabankinn.
Seðlabankinn. mbl.is/Ómar

For­sæt­is­ráðuneytið hef­ur ákveðið að birta niður­stöður mats­nefnd­ar um umækj­end­ur um stöður seðlabanka­stjóra og aðstoðarseðlabanka­stjóra. Þess er vænta að ákvörðun for­sæt­is­ráðherra um skip­un í embætt­in liggi fyr­ir fljót­lega.

Ráðuneytið seg­ir, að eft­ir að hafa yf­ir­farið niður­stöður nefnd­ar­inn­ar, hæfn­ismat um ein­staka um­sækj­end­ur og bréf nefnd­ar­inn­ar vegna at­huga­semda um­sækj­enda sé það niðurstaðan að ekk­ert í þeim gögn­um sé þess eðlis, með hliðsjón af sjón­ar­miðum um einka­lífs­vernd um­sækj­enda, að ráðuneyt­inu sé óheim­ilt að birta þau. Hafi ráðuneytið þá jafn­framt í huga þau mik­il­vægu sjón­ar­mið sem lúti að gagn­sæi og aðhaldi gagn­vart stjórn­völd­um við ákv­arðana­töku um skip­an í þýðing­ar­mik­il op­in­ber embætti.

Mats­nefnd­in var skipuð af for­sæt­is­ráðherra 5. maí. Hún skyldi leggja mat á hæfni um­sækj­enda um embætti seðlabanka­stjóra og aðstoðarseðlabanka­stjóra. Í henni áttu sæti þau Guðmund­ur K. Magnús­son, skipaður sam­kvæmt til­nefn­ingu sam­starfs­nefnd­ar há­skóla­stigs­ins, Lára V. Júlí­us­dótt­ir, skipuð sam­kvæmt til­nefn­ingu bankaráðs Seðlabanka Íslands og Jón­as Har­aldz, skipaður án til­nefn­ing­ar og var hann jafn­framt formaður nefnd­ar­inn­ar.

Fram kem­ur að nefnd­in mat Má Guðmunds­son og Arn­ór Sig­hvats­son mjög vel hæfa í embætti seðlabanka­stjóra og þá Arn­ór, Tryggva Páls­son og Yngva Örn Krist­ins­son mjög vel hæfa í embætti aðstoðarseðlabanka­stjóra.

Marg­ir um­sækj­end­ur gerðu at­huga­semd við upp­haf­lega skýrslu mats­nefnd­ar­inn­ar en nefnd­in sá ekki ástæðu til að breyta í neinu mati sínu á um­sækj­end­un­um.

  • Niður­stöður nefnd­ar­inn­ar 
  • Svar nefnd­ar­inn­ar við at­huga­semd­um um­sækj­enda 
  • mbl.is

    Bloggað um frétt­ina

    Fleira áhugavert

    Innlent »

    Fleira áhugavert