Mat á umsækjendum birt

Seðlabankinn.
Seðlabankinn. mbl.is/Ómar

Forsætisráðuneytið hefur ákveðið að birta niðurstöður matsnefndar um umækjendur um stöður seðlabankastjóra og aðstoðarseðlabankastjóra. Þess er vænta að ákvörðun forsætisráðherra um skipun í embættin liggi fyrir fljótlega.

Ráðuneytið segir, að eftir að hafa yfirfarið niðurstöður nefndarinnar, hæfnismat um einstaka umsækjendur og bréf nefndarinnar vegna athugasemda umsækjenda sé það niðurstaðan að ekkert í þeim gögnum sé þess eðlis, með hliðsjón af sjónarmiðum um einkalífsvernd umsækjenda, að ráðuneytinu sé óheimilt að birta þau. Hafi ráðuneytið þá jafnframt í huga þau mikilvægu sjónarmið sem lúti að gagnsæi og aðhaldi gagnvart stjórnvöldum við ákvarðanatöku um skipan í þýðingarmikil opinber embætti.

Matsnefndin var skipuð af forsætisráðherra 5. maí. Hún skyldi leggja mat á hæfni umsækjenda um embætti seðlabankastjóra og aðstoðarseðlabankastjóra. Í henni áttu sæti þau Guðmundur K. Magnússon, skipaður samkvæmt tilnefningu samstarfsnefndar háskólastigsins, Lára V. Júlíusdóttir, skipuð samkvæmt tilnefningu bankaráðs Seðlabanka Íslands og Jónas Haraldz, skipaður án tilnefningar og var hann jafnframt formaður nefndarinnar.

Fram kemur að nefndin mat Má Guðmundsson og Arnór Sighvatsson mjög vel hæfa í embætti seðlabankastjóra og þá Arnór, Tryggva Pálsson og Yngva Örn Kristinsson mjög vel hæfa í embætti aðstoðarseðlabankastjóra.

Margir umsækjendur gerðu athugasemd við upphaflega skýrslu matsnefndarinnar en nefndin sá ekki ástæðu til að breyta í neinu mati sínu á umsækjendunum.

  • Niðurstöður nefndarinnar 
  • Svar nefndarinnar við athugasemdum umsækjenda 
  • mbl.is

    Bloggað um fréttina

    Fleira áhugavert
    Fleira áhugavert