Nýjar víðtækar heimildir til upptöku eigna

Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra.
Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Margvíslegar breytingar verða gerðar á almennum hegningarlögum verði nýtt frumvarp, sem samið var af refsiréttarnefnd fyrir tilstuðlan dómsmálaráðherra, að lögum. Frumvarpið var á dagskrá ríkisstjórnarinnar í gær og hefur nú borist þingflokkunum.

Stærsta breytingin felst í 2. grein frumvarpsins. Þar er lagt til að lögfestur verði nýr kafli í lögin, VII. kafli A, um upptöku eigna. Meðal annars er gert ráð fyrir að í þeim kafla verði að finna ákvæði sem heimilar upptöku verðmæta án þess að sýnt sé fram á að þau megi rekja til tiltekins refsiverðs brots. Viðkomandi verður þó að hafa gerst sekur um brot sem er til þess fallið að hafa í för með sér verulegan ávinning og það geti varðað a.m.k. 6 ára fangelsi.

Formaður refsiréttarnefndar athugar vafamál

Að þessum skilyrðum uppfylltum verður því heimilt að gera upptæk verðmæti sem tilheyra viðkomandi, nema hann sýni fram á að þeirra hafi verið aflað með lögmætum hætti. Því er gert frávik frá meginreglunni um sönnunarbyrði ákæruvaldsins við þessar aðstæður.

Ekki er víst hvort þetta nýja ákvæði getur nýst við rannsókn á mögulegum brotum í tengslum við efnahagshrunið hér á landi. Ákvæðið um eignaupptöku flokkast sem refsiheimild og 69. grein stjórnarskrár leggur bann við að slíkar heimildir geti virkað afturvirkt. Formaður refsiréttarnefndar er nú að athuga þetta vafamál.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert