Stöðugleikasáttmáli undirritaður á morgun

Frá formannafundi ASÍ í gær þar sem farið var yfir …
Frá formannafundi ASÍ í gær þar sem farið var yfir samkomulagsdrögin eins og þau lágu þar fyrir. mbl.is/Eggert

 Eftir fund heildarsamtaka aðila vinnumarkaðarins á fundi með forsætisráðherra í stjórnarráðinu hefur verið samþykkt að undirrita stöðugleikasáttmála klukkan eitt á morgun.

Samkvæmt heimildum mbl.is standa Samtök atvinnulífsins, Alþýðusamband Íslands, Bandalag háskólamanna, Kennarasamband Íslands og Bandalag starfsmanna ríkis og bæja og Samband íslenskra sveitafélaga öll að sáttmálanum.

Allir aðilar virðast hafa sætt sig við punktana í uppkasti af sáttmálanum en helst hefur verið deilt um stefnu í ríkisfjármálum á árunum 2011 til 2013.

 „Það er stefnt að því að allir þeir aðilar sem hafa verið í þessum samræðum fram að þessu verði þátttakendur í þessari niðurstöðu, þar með talið þessi félög opinberra starfsmanna sem hafa verið með okkur í þessu, þ.e. Kennarasambandið, BHM og BSRB ásamt stjórnvöldum, ASÍ og SA," sagði Halldór Grönvold aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ í samtali við mbl.is.

Halldór sagði að ef þetta gengi eftir hlyti þetta að vera fagnaðarefni fyrir þá sem að samningnum standa. Hann sagði að unnið væri á þeim grunni að allir aðilar væru með. „Auðvitað er þetta ekki alveg búið, það á eftir að klára einhverja texta en það er ekki útlit fyrir annað en að það gangi eftir," sagði Halldór að lokum.

Til stendur að undirrita stöðugleikasáttmálann á morgun klukkan 13.
Til stendur að undirrita stöðugleikasáttmálann á morgun klukkan 13. mbl.is/Jim Smart
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka