Verður 20 stiga múrinn rofinn?

Rennibraut við Sundlaug Akureyrar. Spáð er góðu veðri norðan og …
Rennibraut við Sundlaug Akureyrar. Spáð er góðu veðri norðan og austanlands um helgina. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Enn hef­ur það ekki gerst í sum­ar að hit­inn hafi kom­ist yfir 20 stig. „Þessi sum­ar­byrj­un fer nú að flokk­ast með þeim sér­kenni­legri,“ seg­ir Ein­ar Svein­björns­son veður­fræðing­ur á veður­bloggi sínu. Há­marks­hit­inn á sunnu­dag náði 19,6°C á Eg­ils­stöðum.

Veður­stof­an spá­ir hlý­ind­um um næstu helgi. Og Ein­ar veður­fræðing­ur spá­ir því að 20 stiga múr­inn verði loks rof­inn, en þó ekki fyrr en á föstu­dag 25. júní og mögu­lega ekki fyrr en á laug­ar­dag. „Ak­ur­eyri, Torf­ur, Ásbyrgi eða Eg­ilsstaðir eru allt lík­leg­ir kandí­dat­ar í fyrsta staðinn með 20 stig þetta sum­arið,“ seg­ir Ein­ar á veður­blogg­inu.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert