Stjórn VG í Kópavogi fordæmir í ályktun áframhaldandi samstarf Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Kópavogi og segist telja það sýna vilja til að viðhalda þeirri spillingu og eiginhagsmunapoti sem hefur fengið að viðgangast í bæjarpólitíkinni undanfarin ár og að hagsmunir bæjarbúa séu virtir að vettugi.
Þá segist stjórn VG undrast, að meirihlutinn ætli að sitja áfram þrátt fyrir skýrar kröfur um breytingar innan beggja flokka.
Þá segist stjórn VG í Kópavogi telja réttast, að allir þeir kjörnu fulltrúar er sátu í fráfarandi stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogs víki úr sæti sínu í bæjarstjórn á meðan lögreglurannsókn fer fram.