Vörðu ekki hagsmuni skattgreiðenda

Höfuðstöðvar Singer & Friedlander, dótturfélags Kaupþings í Bretlandi.
Höfuðstöðvar Singer & Friedlander, dótturfélags Kaupþings í Bretlandi.

Í nýrri skýrslu bresku rík­is­end­ur­skoðun­ar­inn­ar er sveit­ar­stjórn­in í Norðaust­ur Lincolns­hire á Englandi gagn­rýnd harðlega fyr­ir að fjár­festa 7 millj­ón­ir punda, jafn­v­irði nærri 1,5 millj­arða, hjá ís­lensku bönk­un­um í Bretlandi.

Er niðurstaðan sú, að sveit­ar­stjórn­in hafi ekki gætt hags­muna skatt­greiðenda. 

Norðaust­ur Lincolns­hire var síðasta sveit­ar­fé­lagið, sem fjár­festi hjá ís­lensku bönk­un­um fyr­ir hrunið í októ­ber. Fram kem­ur í skýrsl­unni, að af 7 millj­óna inn­eign hafi 4,5 millj­ón­ir punda verið lagðar inn hjá Lands­bank­an­um og Kaupt­hing Sin­ger & Friedland­er nokkr­um dög­um áður en bank­arn­ir féllu. 

Í skýrsl­unni kem­ur fram, að fjár­mála­stjórn sveit­ar­fé­lags­ins hafi verið veru­lega ábóta­vant.  Þannig hafi aðstoðar fjár­mála­stjór­inn þann 1. októ­ber staðfest lista yfir þá banka, sem talið var ör­uggt að fjár­festa hjá án frek­ari at­hug­un­ar. Þar á meðal voru ís­lensku bank­arn­ir. Dag­inn áður hafi hins veg­ar alþjóðleg mats­fyr­ir­tæki lækkað ein­kunn ís­lensku bank­anna.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert