Áhyggjur af kvennastörfum

00:00
00:00

Stöðug­leika­sátt­mál­inn var und­ir­ritaður eft­ir há­degi en hann fel­ur í sér sam­komu­lag stjórn­valda og aðila á vinnu­markaði um aðgerðir til að stuðla að end­ur­reisn efna­hags­lífs­ins.

Meðal ann­ars verða kjara­samn­ing­ar fram­lengd­ir til loka nóv­em­ber, staða skuldugra heim­ila verður bætt, farið verður í stór­fram­kvæmd­ir til að tryggja aukna at­vinnu, sköpuð verði skil­yrði til vaxta­lækk­un­ar og stefnt að af­námi gjald­eyr­is­hafta sem fyrst. Þá verði unnið gegn svartri at­vinnu­starf­semi og mis­notk­un at­vinnu­leys­is­bóta.

Litlu munaði að upp úr syði vegna áherslu verka­lýðsforkólfa og vinnu­veit­enda á einka­markaði á það að dregið yrði úr vægi skatta­hækk­ana í því að ná fram hagræðingu en frek­ar skorið meira niður. Full­trú­ar op­in­berra starfs­manna óttuðust um sinn hag. Menn urðu þó ásátt­ir um að hlut­fall skatta í efna­hagsaðgerðum vegna krepp­unn­ar yrði ekki hærra en 45 pró­sent á ár­un­um 2009 til 2011.

Kon­ur inn­an verka­lýðshreyf­ing­ar­inn­ar hafa áhyggj­ur af því að niður­skurður í op­in­berri þjón­ustu geti orðið til þess að fækka kvenna­störf­um meðan verja eigi fé til stór­fram­kvæmda í sam­starfi við líf­eyr­is­sjóðina til að veita körl­um at­vinnu. Vil­hjálm­ur Eg­ils­son fram­kvæmda­stjóri Sam­taka at­vinnu­lífs­ins seg­ir að kon­ur og karl­ar lifi í sama sam­fé­lagi og menn eigi ekki að leyfa sér að skipta þessu upp á þenn­an hátt. Það sé verið að segja fólki í bygg­ingaiðnaði og verk­taka­brans­an­um upp í stór­um stíl. Ef hægt verði að koma þess­um geira í gagnið aft­ur þýði það meiri um­svif, minni skatta og minni þörf á því að skera niður hjá rík­inu.  

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert