Alvarleg staða í fangelsum á Íslandi

Fang­els­in á Íslandi eru nú svo yf­ir­full, að stór­ar lík­ur eru á að það bitni á starfs­fólki. Ástandið veld­ur áhyggj­um hjá nor­ræn­um fanga­varðafé­lög­um.

„Í augna­blik­inu eru ís­lensk fang­elsi meira en full­nýtt. Marg­ir ein­stak­lings­klef­ar eru tví­m­annaðir. Þetta hef­ur í för með sér óá­sætt­an­legt vinnu­álag á starfs­fólk, aukið stress og aukna hættu á veik­ind­um,“ seg­ir Kim Øster­bye formaður Nor­ræna Fanga­varðasam­bands­ins.

Øster­bye seg­ir aðbúnað í fang­els­um á Íslandi gera stöðuna enn al­var­legri, nú­ver­andi bygg­ing­ar séu úr­elt­ar, elstu fang­els­in séu allt frá 1874.

„Þrátt fyr­ir þetta hef­ur rík­is­stjórn­in ákveðið að fresta bygg­ingu tveggja nýrra fang­elsa í Reykja­vík og á Litla Hrauni vegna slæmr­ar fjár­hags­legr­ar stöðu Íslands. Við höf­um skiln­ing á því að Ísland er í miðri fjár­málakreppu, en maður verður að halda sig við lág­marks­kröf­ur um aðbúnað inn­an fang­els­anna, bæði með til­liti til fanga og starfs­fólks. Því ber rík­is­stjórn­inni  að end­ur­skoða ákvörðun sína um upp­bygg­ingu nýrra fang­elsa,“ seg­ir Kim Øster­bye.

Formaður Fanga­varðafé­lags Íslands, Ein­ar Andrés­son upp­lýs­ir, að þeir neyðist til að nýta ein­angr­un­ar­klefa til vist­un­ar á al­menn­um föng­um.

„Þetta þýðir, að við höf­um ekki leng­ur tök á því að  ein­angra mjög hættu­lega fanga. Það ger­ir dag­legt starf hættu­legra  fyr­ir sam­starfs­menn mína,“ seg­ir Ein­ar.

Hann hef­ur áhyggj­ur af mikl­um niður­skurði á sviði dóms­mála á næstu árum.

„Til stend­ur að skera niður um 10 % á næsta ári. Ég á afar erfitt með að sjá hvernig það geng­ur upp hjá okk­ur, þegar bæði er of­nýt­ing á því plássi sem fyr­ir er og lang­ur biðlisti eft­ir afplán­un. Einnig hef­ur Fanga­varðaskól­an­um verður lokað vegna sparnaðar, þannig að ekki er hægt að mennta fleiri fanga­verði í augna­blik­inu. Stjórn­mála­menn verða að horf­ast í augu við ástandið,“ seg­ir Ein­ar Andrés­son.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert