Bankamenn fá áfallahjálp

00:00
00:00

Meira ber á veik­ind­um meðal banka­manna en áður og fjöldi starfs­fólks bank­anna hef­ur þurft aðstoð sál­fræðinga og lækna eft­ir banka­hrunið. Friðbert Trausta­son seg­ir að mörgu starfs­fólki bank­anna líði enn mjög illa sér­lega því sem hafi verið ásakað fyr­ir hluti sem það bar enga ábyrgð á.

Hann seg­ir að lækn­ar og aðrir sér­fræðing­ar hafi verið fengn­ir til að aðstoða við að snúa þess­ari þróun við. Dæmi séu um að fólk hafi hrein­lega brotnað niður.

Hann seg­ir að viðskipta­vin­ir séu oft í vondu skapi þegar þeir komi inn í bank­ann og það sé í manns­ins eðli að ráðast á þann sem sé hendi næst. Starfs­fólkið sem mæt­ir viðskipta­vin­um bank­anna sé hins­veg­ar ekki í hópi þeirra sem bar mest úr být­um í banka­ból­unni svo­kölluðu en stærsti hóp­ur banka­manna er með laun á bil­inu 250 til 400 þúsund. Það beri ekki held­ur ábyrgð á því sem á und­an sé gengið.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert