Borað niður á bráðið berg

Frá Kröfluvikjun.
Frá Kröfluvikjun. mbl.is/BFH

Djúp­bor­un­ar­tilraun­ir hafa staðið yfir á Kröflu­svæðinu síðan í mars. Í gær lentu bor­menn á bráðnu bergi á 2104 metra dýpi sem þykir nokkuð grunnt miðað við aðrar bor­hol­ur á svæðinu.

Í frétta­til­kynn­ingu frá Íslenska djúp­bor­un­ar­verk­efn­inu (IDDP) seg­ir: „Við það fest­ist bor­inn en kæli­vatni er dælt í gegn­um bor­streng­inn og náðust glerjuð berg­sýni af kvik­unni. Hol­an hef­ur verið í kæl­ingu í alla nótt en í dag tókst að losa bor­inn. Eng­in hætta er á ferðum hvorki fyr­ir mann­skap né bor­tæki. Á næstu dög­um verður skoðað gaum­gæfi­lega með hvaða hætti unnt verður að nýta hol­una.  Flest bend­ir til að gera verði aðra til­rauna­holu ef ákveðið verður að halda djúp­bor­un­ar­verk­efn­inu áfram.

Með ís­lenska djúp­bor­un­ar­verk­efn­inu (IDDP) er ætl­un­in að bora niður í allt að 4-5 km dýpi til að kom­ast í jarðhita í yf­ir­marks­ástandi, þ.e. meira en 375°C hita og meira en 220 bar þrýst­ing.  Lands­virkj­un og Alcoa hafa staðið straum af kostnaði við bor­un hol­unn­ar til þessa, og stóð til að bora niður í allt að 3,5 km dýpi áður en sam­starfs­hóp­ur um IDDP tæki við hol­unni. Ýmsir erfiðleik­ar hafa hins veg­ar komið upp að und­an­förnu, eins og greint hef­ur verið frá, og veru­leg­ar taf­ir hlot­ist af þeim sök­um.

Bor­streng­ur­inn fest­ist í tvígang á um 2100 m dýpi, og tvisvar hef­ur verið steypt í hol­una og borað fram­hjá fest­ustað.  Það kem­ur veru­lega á óvart að bora niður á bráðið berg svona grunnt, því ná­læg­ar bor­hol­ur hafa ekki gefið slíkt til kynna.

Fyr­ir­tæki þau sem standa að djúp­bor­un­ar­verk­efn­inu eru Lands­virkj­un, HS Orka hf, Orku­veita Reykja­vík­ur, Orku­stofn­un, Alcoa Inc. og Statoil New Energy AS. Styrk­ir til vís­inda­rann­sókna hafa verið veitt­ir frá In­ternati­onal Cont­in­ental Scientific Drill­ing Program (ICDP) og Nati­onal Science Foundati­on.  Jarðbor­an­ir hf hafa borað hol­una og helstu ráðgjaf­ar verk­efn­is­ins eru Íslensk­ar orku­rann­sókn­ir og Mann­vit hf auk margra annarra."


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert