Búið að eyða hættulegri sprengju

Frá Reyðarfirði.
Frá Reyðarfirði. mbl.is/Stei

Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar er nú búin að eyða hættulegri mortarsprengju sem fannst við Reyðarfjörð í gær. Gekk vel að sprengja sprengjuna sem gönguhópur gekk fram á í gær.

Sprengjan fannst við Geithúsárgil í Reyðarfirði í gær. Gönguhópur sem tók þátt í fjölskyldugöngu fann sprengjuna þar sem hún stóð upp úr jörðinni.

Sævar segir sérfræðingana hafa talið að um breska Mortar sprengju væri að ræða og að hún væri stórhættuleg. Þeir ætluðu því að koma og gera sprengjuna óvirka.

Breski herinn hafði aðsetur á Reyðarfirði og Seyðisfirði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert