Búið að eyða hættulegri sprengju

Frá Reyðarfirði.
Frá Reyðarfirði. mbl.is/Stei

Sprengju­sveit Land­helg­is­gæsl­unn­ar er nú búin að eyða hættu­legri mort­ar­sprengju sem fannst við Reyðarfjörð í gær. Gekk vel að sprengja sprengj­una sem göngu­hóp­ur gekk fram á í gær.

Sprengj­an fannst við Geit­hús­ár­gil í Reyðarf­irði í gær. Göngu­hóp­ur sem tók þátt í fjöl­skyldu­göngu fann sprengj­una þar sem hún stóð upp úr jörðinni.

Sæv­ar seg­ir sér­fræðing­ana hafa talið að um breska Mort­ar sprengju væri að ræða og að hún væri stór­hættu­leg. Þeir ætluðu því að koma og gera sprengj­una óvirka.

Breski her­inn hafði aðset­ur á Reyðarf­irði og Seyðis­firði.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert