Ekki meira en 45% skattar

Frá formannafundi ASÍ í vikunni.
Frá formannafundi ASÍ í vikunni. mbl.is/Eggert

Stefnt er að und­ir­rit­un stöðug­leika­sátt­mála aðila vinnu­markaðar­ins, BSRB, rík­is­stjórn­ar­inn­ar og sveit­ar­fé­laga kl. 13 í dag. Um hríð í gær leit út fyr­ir að op­in­ber­ir starfs­menn (BSRB) helt­ust úr lest­inni, en eft­ir lang­an fund í stjórn­ar­ráðinu, með for­sæt­is­ráðherra, sneru full­trú­ar þeirra aft­ur að samn­inga­borðinu.

Áður höfðu full­trú­ar BSRB neitað að sætta sig við það hlut­fall í niður­skurði á út­gjöld­um hins op­in­bera á ár­inu 2011, sem ASÍ og SA höfðu samþykkt. Rík­is­stjórn­in var til­bú­in til þess að fall­ast á þá til­lögu ASÍ og SA að tekju­öfl­un í formi skatta árið 2011 til þess að loka gati rík­is­fjár­mála á því ári, yrði ekki hærri en 45% og niður­skurður rík­is­út­gjalda næmi 55%, en hafði á mánu­dags­kvöld­inu gert til­lög­ur um um­tals­vert hærra hlut­fall skatta, eða sem svaraði um 13 millj­örðum króna hærri skatta árið 2011, og þar af leiðandi minni niður­skurð í út­gjöld­um hins op­in­bera en árið 2010.

Að lokn­um fundi í stjórn­ar­ráðinu hitt­ust aðilar á nýj­an leik í Karp­hús­inu í gær­kvöld og var bú­ist við að texti stöðug­leika­sátt­mál­ans yrði fín­pússaður og sam­ræmd­ur fram á nótt.

Sam­kvæmt heim­ild­um Morg­un­blaðsins er þannig kom­in sátt á milli allra aðila um hvernig tekið verður á rík­is­fjár­mál­um út árið 2011. Árin 2012 og 2013 bíða seinni tíma úr­lausna og samn­inga. Sátt­mál­inn tek­ur, sam­kvæmt heim­ild­um Morg­un­blaðsins, til atriða sem snúa að heim­il­un­um í land­inu, op­in­ber­um fram­kvæmd­um, end­ur­reisn banka­kerf­is­ins, gjald­eyrisviðskipt­um, fjár­fram­lög­um til Starf­send­ur­hæf­ing­ar­sjóðs, mál­efn­um sveit­ar­fé­lag­ana og síðast en ekki síst mark­miðum í sam­bandi við þróun vaxta­stigs.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka